Fréttir / News: Líf í jafnvægi Zoom námskeið

IMG_0536

Lífsgæði bjóða upp á námskeið - Líf í jafnvægi

5 miðvikudagskvöld í röð frá 25.3, kl. 19:30 í gegnum Zoom.  Leiðbeinandi:  Dr. Gregory Aikins

Aðgangur er ókeypis.  Viltu láta skrá þig?  Smelltu hér!

Lýsing:

Að halda jafnvægi í lífi sínu getur verið eins og að stíga línudans. Oft reynum við að uppfylla (okkar persónulegu) kröfur og væntingar (sem sækja að okkar persónulegu veröld) en upplifum samt sem áður einmanaleika. Auk þess heldur heimurinn fyrir utan áfram að breytast á miklum hraða og það getur reynst okkur erfið kúnst að halda góðu jafnvægi í lífi okkar. En við erum ekki ein! Aðrir, sem og við, eru að spyrja:

•Hvernig á maður að meðhöndla lífið?

•Hver er raunverulegur tilgangur minn?

•Hvernig næ ég tök á tíma mínum?

•Hvar get ég fundið styðjandi sambönd við aðra til þess að ég get vaxið sem og hjálpað öðrum að þroskast?

Á þessu fimm vikna námskeiði munt þú kanna dýpri svið persónulegs jafnvægis ásamt öðrum sem eru að leita þess sama og þú. Við lok námskeiðisins munt þú:

1. Skilja hvað það þýðir að lifa „lífi í jafnvægi“. Ekki aðeins hvernig á að halda öllum diskunum á bakkanum á sama tíma, heldur hvaða diska á að setja þar og í hvaða röð. Þú munt geta skilgreint hvort líf þitt sé í jafnvægi eða úr jafnvægi.

2. Komast að því hver miðpunktur lífs þíns er. Þú munt einnig uppgötva hvernig þú ert að nota tíma þinn og hvernig þú getur komist undan harðstjórn þess sem er aðkallandi.

3. Hafa kann á leiðir til að skoða gildi þín og læra aðferðir sem getur hjálpað þér að þróa gildi þín betur. Hvers vegna bar líf Jesú frá Nasaret svo mikinn árangur? Hver var undirstaða árangurs hans?

4. Búa til þína eigin markmiðslýsingu. Guð hefur skapað þig í ákveðnum tilgangi. Þú munt fá tækifæri til að endurskrifa „textann“ þinn samkvæmt þeim tilgangi.

5. Skapa þína persónulegu „jafnvægisáætlun“.

 

Námskeið: Kirkjan sem hreyfing - frestað!

Dan White

í ljósi kórónufaraldarins var ákveðið að fresta námskeiðinu!

Námskeið:  Kirkjan sem hreyfing

Hvenær: í ljósi kórónufaraldarins var ákveðið að fresta námskeiðinu fram að hausti.  Fleiri upplýsingar koma seinna.         

Hvar: Grafarvogskirkja, Logafold 20, 112 Rvk.

Gestgjafar:  Sr. Grétar Haldór Gunnarsson og sr. Hjalti Jón Sverrisson

Leiðbeinandi:  Dan White, prestur, rithöfundur og stofnandi Axiom trúfélags í fátækahverfi í Syracuse, New York, BNA. 

Dan starfar núna sem ráðgjafi og þjálfari hjá V3 hreyfingunni og þjálfar starfshópa víða um heiminn. Hann kennir aðferð sem leiðir til kirkjuhreyfingar og gerir fylgjendur Jesú Krists hæfari í að taka þátt í ætlunarverki Guðs í nærumhverfi sínu og víðar. 

Hann hefur stofnað „The Praxis Gathering: A Yearly Conference for Innovation and Immersion in Discipleship.” Bækur Dans eru: Love Over Fear: Facing Monsters, Befriending Enemies, & Healing Our Polarized World (Moody); Subterranean (Cascade) og verðlaunarbókin (ásamt J.R. Woodward) The Church as Movement (InterVarsity Press).

Dan er kvæntur og eiga þau hjónin tvö börn. 

Á námskeiðinu mun Dan beina sjónum að „Movement dynamics of Discipleship, Social Space, Equipping the 5-Fold (postular, spámenn, trúboðar, hirðar og kennarar), Presence in the Neighborhood, and Multiplication.“

Lífsgæði áhugamannafélag og samkirkjulegur vinnuhópur fyrir lífræna kirkju standa fyrir námskeiðinu.

Þátttökugjald – IKR. 3500 (hádegismatur á laugardaginn innifalinn).

Fyrir hönd Lífsgæða og vinnuhópsins,

Dr. Gregory Aikins