Spurning nr 4 - Hlustun / Question # 4 - Listening

Greg Aikins on September 29, 2015

Spurningin nr. 4:  Hlustun

            Þegar ég var strákur bjuggum við systkini til eigin síma með því að setja streng á milli tveggja dósa. Það varð að toga vel þannig að bandið strekktist og þá gat annar okkar talað í aðra dósina á meðan hinn hélt sína dós við eyrað og hlustaði. Það var alltaf spennandi þegar maður gat heyrt skýrt í hinum sem talaði. En dósatækið okkar virkaði aðeins þegar togað var í nógu stíft og maður lagði sig við hlustun.

            Fjórða spurningin sem við notum í fundartímum okkar er „Hvað heyrðir þú í Guðs orði í vikunni?  Eða: Hvað heldur þú að Guð sé að kenna þér?” Jesús kallar okkur til að koma til sín, taka á okkur hans ok og læra af honum (Matt. 11:28-30).  Þannig fáum við hvíld sálum okkar og byggjum líf okkar á kletti sem stenst öllum umhleypingum lífsins (Sjá Matt. 7:24-25). Biblíulestur er ein af þeim heilögum venjum sem Pílagrímafélagið iðkar í hverri viku. Á milli fundanna lesa félagar hver fyrir sig ritningarkafla sem hópurinn hefur valið. En markmiðið er ekki aðeins það að lesa, heldur að lesa með hlustun af því að gert er ráð fyrir að heilagur andi Guðs vilji segja okkur eitthvað sem er“nytsöm til fræðslu, umvöndunar, leiðréttingar og menntunar í réttlæti til þess að sá sem trúir á Guð sé albúinn og hæfur ger til sérhvers góðs verks” (2 Tím. 3:16-17).

Hvað haldið þið kæru vinir?  Er ekki spennandi þegar við lesum Biblíuna, hlustum eftir því sem Guð vill segja okkur og heyrum svo skilaboð úr orði Guðs sem er sérstaklega fyrir okkur? Er einhver búinn að upplifa gott dæmi um það nýlega?

             

 Question #4:  Listening

            When I was a boy my siblings and I put together our own telephone using a string and two tin cans.  You had to pull well so that the string was tight and then one could talk into his can while the other put his can to his ear and listened.  I was always exciting when you could actually hear what the other was saying.  But the “tin can phone” only worked when the string was taut enough and you worked at listening.

            The fourth question we ask during our meetings is:  “What did you hear from God’s word this week?” or “What do you think God is teaching you?”  Jesus calls us to come to him, take his yoke on our shoulders and learn from him (Matt. 11:28-30).  In this way we find rest for our souls and we build our lives on a rock that withstands every storm of life (See Matt. 7:24-25).  Bible reading is one of the holy habits that the Pilgrim Society practices every week.  In between our meetings each of us reads the Scripture chapters that the group has chosen.  But the goal is not simply to read but to read with listening because we expect the Holy Spirit of God wants to tell us something which is “useful for teaching, rebuking, correcting and training in righteousness so that the follower of God may be thoroughly equipped for every good work” (2 Tim. 3:16-17).

            What do you think, dear friends?  Isn’t it exciting when we read the Bible, listen for what God wants to say to us, and then hear a message from God’s word which is especially for us?  Have you experienced a good example of this recently?