Spurning nr. 6 - Hlýðni; Question # 6 - Obedience

Greg Aikins on November 5, 2015

Spurningin nr. 6:  Hlýðni

            En hví kallið þið mig „herra, herra“ en gjörið ekki það sem ég segi.  Ég skal sýna ykkur, hverjum sá er líkur, sem kemur til mín, heyrir orð mín og breytir eftir þeim.  Hann er líkur manni, er byggði hús, gróf djúpt fyrir og grundvallaði það á bjargi.  Nú kom flóð og flaumurinn skall á því húsi, en fékk hvergi hrært það, vegna þess að það var vel byggt. Hinn, er heyrir og gjörir ekki, er líkur manni, sem byggði hús á jörðinni án undirstöðu.  Flaumurinn skall á því, og það hús féll þegar, og fjall þess varð mikið (Jesús,  Lúkas 6:46-49).

            Sjötti spurningin í hópvinnunni okkar er: „Hvernig ætlarðu að hlýða því sem þú hefur heyrt frá Drottni?“  Pílagrímafélagið snýst ekki bara um biblíulestur, biblíuumræðu eða að verða fróðari um ritninguna.  Við lesum Biblíuna, jú.  Við hlustum og hugsum um það sem við höfum lesið. Væntanlega lærum við meira um ritninguna þegar við lesum hana.  En það er ekki nóg fyrir okkur sem pílagríma.  Pílagrímar eru fyrst og fremst nemendur og vinir Jesú Krists sem eru að verða þekktir fyrir það hvað þeir eru Kristi líkari dag frá degi.  Þess vegna er ætlast til af okkur að við hlýðum því sem Drottinn Jesús er að sýna okkur og segja okkur fyrir sinn heilaga anda þegar við lesum Biblíuna. 

            Jesús segir að ef við köllum hann leiðtoga lífs okkar, þá sé það óhugsandi að gera ekki það sem hann segir okkur.  Einn pílagrímur sagði við mig nýlega að honum fyndist eins og Drottinn væri að tala til sín varðandi það að játa opinberlega að hann sé kristinn fyrir framan aðra. Það mun krefjast kjarks og trúar í þeim aðstæðum sem hann er í. En um leið og hann gerir það, tekur hann aðra skóflustungu í að grafa niður til að byggja líf sitt á því bjargi sem er Jesús Kristur. Ég hef upplifað það sjálfur. Trúin mín og traust á sannleik orðs Guðs styrkist þegar ég er hlýðinn því sem ég veit að Drottinn hefur sagt mér. Hvert skipti sem við hlýðum því sem Herra okkar segir okkur styrkjum við líf okkar sem pílagrímar. 

            Hvernig finnst ykkur, kæru vinir?  Er einhver dæmi um hvernig Drottinn hefur styrkt ykkur á þeim stundum þar sem þið hafið hlýtt honum? 

Question #6:  Obedience

“Why do you call me, ‘Lord, Lord,’ and do not do what I say?  I will show you what he is like who comes to me and hears my words and puts them into practice.  He is like a man building a house, who dug down deep and laid the foundation on rock.  When a flood came, the torrent struck that house but could not shake it, because it was well built. But the one who hears my words and does not put them into practice is like a man who build a house on the ground without a foundation.  The moment the torrent struck that house, it collapsed and its destruction was complete” (Jesus, Luke 6:46-49).

            The sixth question in our group work is:  “How do you intend to respond to what God is saying to you?”  The Pilgrim fellowship does not revolve simply around Bible reading, Bible discussion or becoming more learned about the Scriptures.  We read the Bible, of course.  We listen and reflect on what we’ve read.  Hopefully we learn more about the Scriptures as we read them.  But that isn’t enough for a pilgrim.  Pilgrims are first of all students and friends of Jesus Christ who are known for how much they are becoming like Christ day by day.  That is why it’s expected of us that we obey that which the Lord Jesus is showing us and saying to us by his Holy Spirit when we read the Bible.

            Jesus says that if we call him the leader of our lives, it is unthinkable that we not do what he says to us.  One pilgrim said to me recently that he senses that the Lord is speaking to him about openly declaring that he is a Christian before others.  Given his circumstances this will demand both courage and faith.  But as soon as he does this he will have taken another shovelful in digging down to build his life on the rock that is Jesus Christ.  I’ve experienced this myself.  My faith and trust in God’s word is strengthened when I am obedient to that which I know the Lord has told me.  Each time we obey our Lord we strengthen our lives as pilgrims.

            What do you think, dear friends?  Is there an example of how the Lord has strengthened you in times when you have obeyed him?