Hvernig sjáum við kirkjuna eftir 10 ár?

W. Gregory Aikins on July 31, 2017

Erindi fyrir Samfélags- og hugflæðifund um framtíð kristni á Íslandi (8.2.2017)

Kæru systkin í Kristi,

Ég kem til ykkar í dag sem vinur.  Vinur ykkar, Íslandsvinur og vinur Jesú Krists.  Við fjölskyldan fluttumst til landsins árið 1985. Í meira en þrjátíu ár höfum við búið meðal ykkar sem gestir, alið upp börnin okkar, tekið þátt í efnahag ykkar og starfað meðal ykkar. Við lærðum að elska Ísland og íslensku þjóðina. Ég stend með ykkur í dag líka sem samstarfsmaður í Guðsríki. Starfsbróðir sem langar að sjá Ísland „mettast af þekkingu á dýrð Drottins eins og vatnið fyllir höfin“ eins og spámaðurinn Habakkuk orðar það (2:13).

Sjálfur er ég uppalinn í kristni frá því ég var 10 ára. Litla baptista kirkjan okkar var ein stór fjölskylda þegar ég var ungur. Hún hjálpaði mér að uppgötva köllun mína.  Prestar safnaðarins voru mér til fyrirmyndar. En ég lærði strax að staðbundin kirkja var partur af stærra samhengi.  Kristindómur var miklu stærri en bara ein kirkja. Það var í kristilegum sumarbúðum sem ég komst til trúar og þar kallaði Guð mig til að vera kristniboði. Ég tók þátt í barna- og unglingastarfi sem voru rekin á þverkirkulegum grunni.  Í guðfræðiskóla fengum við þjálfun sem átti að gera okkur fær til að þjóna Kristi á ýmsum vettvöngum bæði innan staðbundins safnaðar og fyrir utan.  Ég átti þá tilfinningu að ég væri partur af einhverju miklu stærri en ég.  Hreyfing fólks sem fylgdi Jesú Kristi um allan heim.

En svo kom framhaldsnám í guðfræði, safnaðarstarf og síðan starf á vegum kristniboðssamtaka.  Ég lærði Hebresku og Grísku og sálgæslu og predikunarfræði.  Síðan fékk ég vinnu sem aðstoðarprestur.  Ég uppgötvaði hve mikill tími og mikil orka í að halda utan um starfsemi kirkjunnar.  Viðhaldsvinna.  Ég lærði einnig að í kirkjunni er fólk á mismunandi stigi trúarlega séð.  Sumt fólk var auðvelt að elska, annað ekki.  Stundum stóð ég mig vel sem kirkjustarfsmaður, stundum ekki.

Síðan kallaði Guð okkur til Íslands sem kristniboðar.  Allt í einu fékk ég ekki hrós fyrir að hafa staðið mig vel í predikunarstólnum eða í sálgæslu.  Ég varð að læra tungumálið til að geta sagt fólki frá fagnaðarerindinu. Við prófuðum ýmislegt í starfinu til að reyna að leiða fólk til trúar á Krist.  Stundum tókst vel og stundum ekki.  Við reyndum einusinni að koma nýrri kirkju af stað.  Það tókst ekki.  Við höfum reynt að aðstoða kirkjur og kristin störf af ýmsum gerðum og árangurinn hefur verið mismunandi. 

Það sem ég er að segja er að ég sé ekki öðru vísi en flest okkar. Ég hef lært ýmislegt á þessu ferli alveg eins og þið. Reyndar er ég ennþá að læra ýmislegt. Mig langar að deila þrennu með ykkur sem ég held að Guð sé að kenna mér. 

  1. Í fyrsta lagi er ég að læra að kirkjan snýst um Jesú Krist. Kirkjan snýst ekki um þekkingu á guðfræði, ekki um að eiga kirkjuhús, ekki um vel skiplagt starf eða flottar samkomur. Hún snýst ekki um mínar þarfir eða þær þarfir sem ég tel aðrir eiga. Kirkjan snýst um Jesú Krist. Kirkjunni má lýsa sem nærvera Jesú meðal fólks síns sem er kallað út til að vera fjölskylda á sendiför með honum í þessum heimi. Kirkjan er s.s. lifandi vera.

Hvernig sjáum við okkur sem kirkjuna? Hvaða sjálfsmynd eigum við? Í bíómyndinni „The Bourne Identity“ bjargar veiðimaðurinn Jean Carnot Jason Bourne úr sjónum og reynir að hjálpa honum.  Jason er meðvitundarlaus og Jean sér að hann hefur orðið fyrir skoti. Hann uppgötvar kubba í mjöðm Jasons sem inniheldur upplýsingar um bankareikning.  Þegar Jason vaknar skyndilega heldur hann að Jean vilji honum illt og gerir áras á hann. Veiðimaðurinn fullvissir hann um góðvild sína og vináttu og spyr: „Hvað heitir þú?“  En Bourne, máttlaus og ringlaður, man ekki lengur hver hann er, enda hefur sjálfsmynd hans verið afmáð.  Jason Bourne hefur verið „endurritaður.“ Í myndinni er hann ekki lengur venjuleg mannvera heldur hefur hann verið gerður að árásarvopni, en sjálfsmyndin hans er týnd. 

Sögu Jason Bournes mætti e.t.v. líkja við ástand kirkjunnar í vestrænum heimi í dag.  Við sem játumst Jesú Kristi gætum vel spurt „Er Jesús ekki að reyna að bjarga okkur úr hafi tíðarandans.  Gæti verið að hann sé að reyna að vekja traust okkar með því að segja: „Ég vil þér vel. Ég er vinur þinn!“ Og stóra spurning hans gæti vel verið:  „Hver ert þú?“.  Því nútíma aðstæður eru að kalla fram nýjar spurningar til kirkjunnar:  Vitum við hver við erum? Hefur sjálfsmynd okkar verið afmáð? Hvernig hugbúnaður stýrir okkur? Það er alls ekki undarlegt að kirkjan, sem er líkami Krists, þurfi sífellt að enduruppgötva hver hún er. Slík vinna gæti jafnvel leitt til þess sem sálfræðingurinn David Benner kallar „þekkingu sem umbreytir“ (transformational knowing). Enda er það þess konar „þekking“ sem andlegt líf kristins fólks snýst um. „Við þekkjum bæði Guð og sjálf okkur best í gegnum samskipti við hvert annað og Guð í núverandi aðstæðum“ segir Benner. „Breytilegar lífsaðstæður – sumar æskilegar en aðrar ekki – veita mikilvæg tækifæri til að þekkja bæði Guð og okkur sjálf betur.“[i]

Hvernig sér Kristur kirkjuna sína? Íhugum orð Jesú:  „Ég er hinn sanni vínviður og faðir minn er vínyrkinn. Hverja þá grein á mér sem ber ekki ávöxt sniður hann af og hverja þá sem ávöxt ber hreinsar hann svo að hún beri meiri ávöxt. Þér eruð þegar hrein vegna orðsins sem ég hef talað til yðar. Verið í mér, þá verð ég í yður. Greinin getur ekki borið ávöxt af sjálfri sér nema hún sé á vínviðnum. Eins getið þér ekki heldur borið ávöxt nema þér séuð í mér. Ég er vínviðurinn, þér eruð greinarnar. Sá ber mikinn ávöxt sem er í mér og ég í honum en án mín getið þið alls ekkert gert.  Hverjum sem er ekki í mér verður varpað út eins og greinunum og hann visnar. Þeim er safnað saman og varpað á eld og brennt. Ef þér eruð í mér og orð mín eru í yður, þá biðjið um hvað sem þið viljið og yður mun veitast það. Með því vegsamast faðir minn að þér berið mikinn ávöxt og verðið lærisveinar mínir“ (Jóhannes 15:1-8).

Hvað má lesa úr þessum orðum frelsarans? Við sem greinar verðum að vel tengdur Kristi Í raun og veru má segja að kirkja án Jesú er ekki kirkja. Hvað eru greinar án vínviðs?  Bara eldviður. Hvað er líkami án höfuðs.  Bara lík, og ljótt lík.  Kirkjan snýst um Jesú Krist.

  

  1. Annað sem ég hef lært er það að kristnir eru lærisveinar. Ég má ekki gleyma því að ég er fyrst og fremst vinur og nemandi Jesú Krists sem er að hjálpar öðrum að fylgja Kristi svo að þau geti hjálpað öðrum að fylgja honum og áfram.  Rétt áður en hann steig upp til himna, sagði Drottinn Jesús okkar þetta: „Allt vald er mér gefið á himni og jörðu. Farið því og gerið allar þjóðir að lærisveinum, skírið þá í nafni föður og sonar og heilags anda og kennið þeim að halda allt það sem ég hef boðið yður. Sjá ég er með yður alla daga allt til enda veraldar“ (Matt. 28:18-20). Í grísku það er aðeins eitt aðalsagnorð í þessum versum. Vitið þið hvert orð það er? Ekki „farið“ og ekki heldur „skírið“ eða „kennið“.  Heldur orðið á grísku μαθητευω sem þýðir „gerið ... að lærisveinum“.  Öll hin lýsa því hvernig á að gera fólk að lærisveinum.

Við hvern talar Jesús hér? Já, lærisveina sína, við mig og þig. Ég er lærisveinn sem á að gera aðra að lærisveinum. Fyrst og fremst erum við kristnir lærisveinar Jesú.

Ég lærði þetta á ný þegar ég kom fyrst til Íslands. Þegar ég var að læra tungumálið var ekki lengur hægt að fara í kirkju þar sem ég gat skilið predíkun eða slíkt varð ég að læra að fæða mig sjálfur andlega séð og leita Drottins. Sérstaklega þegar erfitt var að læra tungumálið eða þegar mín var freistað að snúa aftur heim til Bandaríkjanna voru Biblíulestur og bæn þau sem björguðu mér. En mig vantaði stundum samferðamenn í þá dögum.

Ég tek eftir því að ‚valdið‘ bæði til að vera lærisveinn og til að gera fólk að lærisveinum Krists kemur frá Guði og að Jesús sjálfur hefur lofað að vera með okkur í þessu.  „Allt valdið er mér gefið á himni og jörðu,“ sagði Kristur.  Og enn sagði hann, „Sjá, ég er með yður alla daga allt til enda veraldar.“

Lykillinn að því að vera lærisveinn og gera aðra að lærisveinum er nærvera Jesú Krists fyrir sinn heilaga anda.  En hvernig er hægt að vera sífellt „í honum“ eins og Jesús hvatti okkur í Jóhannes 15?  Það sem hefur hjálpað mér er lýkingin um andlega erfðaefnið (DNA) sem Neil Cole bendir á í bókinni Cultivating a Life for God.  Það er þrennt sem tryggir það að kristnir og kirkjur séu heilbrigð lærisveinasamfélög:

                D – Divine Truth eða Guðdómlegur sannleikur. Við öll þurfum á inntöku orðs Guðs að halda á hverjum degi.  Ég þarf að lesa og nema Biblíuna fyrir sjálfan mig – ekki bara þegar ég er að semja predíkun eða undirbúa kennslu.  „Trú kemur af því að heyra. Og það sem heyrt er byggist á orðum Krists,“ stendur í Rómverjabréfinu (10:17).  Til þess að lifa í trú sem lærisveinn og sem leiðtogi verð ég að baða mig í orðinu.

                N – Nurturing relationships eða Nærandi samskipti.  Jesús gaf okkur smæstu einingu kirkjulífsins þegar hann sagði: „Því að þar sem tveir eða þrír eru saman komnir í mínu nafni þar er ég mitt á meðal“ (Matt. 18:20). Það verður að vera til staður þar sem ég get verið bara Gregory vinur Jesú meðal annara vina Jesú. Staður þar sem heiðarlegt samtal getur átt sér stað. Vinátta þar sem maður getur játað syndir sínar í traustu umhverfi.  Meira um þetta seinna.

                A – Apostolic mission eða Postullegt ætlunarverk. Allt í kringum okkur er fólk sem þarf á Jesú Kristi að halda. Mörgu af þessu fólki finnst þau ekki eiga heima í kirkjunum okkar. En Jesús segir „farið“ til þeirra og að hann er að „senda“ okkur meðal þeirra. Ein venja sem hjálpar mér til að minnast þessa postulega ætlunarverks er að skrifa nöfn þeirra sem ég tel þurfi á Kristi að halda í sínu lífi inn á lista og biðja fyrir þessu fólki oft. Síðan get ég hugsað um þau tækifæri sem Guð hefur gefið mér til að rækta sambönd við það. Páll postuli bað Korintumennina (4:3) að biðja fyrir sér: „Biðjið jafnframt fyrir mér að Guð opni mér dyr fyrir orðið að ég geti boðað leyndardóm Krists.“

Þegar þetta erfðaefni eða DNA, s.s. Orð Guðs, Nærandi samskipti, og Kristniboð, er til staðar í lífi mínu er ég heilbrigður lærisveinn. Hugsið ykkur hvernig væri ef kirkjan var full af þess konar lærisveinum! En til þess þurfum við að setja það efst í forgangsröðinni okkar að gera aðra að lærisveinum.  Einn rithöfundur orðar það þannig:  „Ef við gerum fólk að lærisveinum vex kirkja en ef við vinnum að því fyrst og fremst að viðhalda kirkjum sjáum við fáa lærisveina ”[ii]

  1. Í þriðja lagi hef ég lært að ég þarf á öðrum að halda. Ég er ekki sjálfum mér nógur sem kristinn. Munið þið eftir sögunni í Lúkasarguðspjallinu 5?  „Koma þá menn með lama mann í rekkju og reyndu að bera hann inn og leggja hann fyrir framan Jesú.  En vegna mannfjöldans sáu þeir engin ráð til að komast inn með hann og fóru því upp á þak og létu hann síga í rekkjunni niður um helluþekjuna beint fram fyrir Jesú.  Og er Jesús sá trú þeirra sagði hann: Maður, syndir þínar eru þér fyrirgefnar. (Lúkas 5:17-26)

 

                Hér var maður sem þurfti að nálgast Jesú en gat það ekki, vegna þess að hann var lamaður, og einnig vegna þess að mikill mannfjöldi þrengdi sér að húsinu svo það var enginn leið fyrir hann.  En, sem betur fer, átti þessi maður nokkra vini sem voru ákveðnir í að koma vini sínum til Jesú.

                Fyrir nokkrum árum var ég í djúpri holu andlega séð.  Ég var tilfinningalega aumur og hafði farið í gegnum sársaukafulla kafla í lífi og starfi. Gleðin var farin og vonleysi greip mig.  En Guð gaf mér einn vin sem þjónaði mér sem andlegur ráðgjafi. Hann hringdi í mig reglulega til að hjálpa mér að finna leið aftur til Guðs. Síðan gerðist annar vinur bænafélagi minn. Við hittumst í hverri viku og báðum saman. Loks voru tveir menn sem ég hitti reglulega í svokölluðu Pílagrímafélagi. Við lásum Biblíuna saman, játuðum syndir okkar hver fyrir öðrum og báðum saman.  Ég trúi því að þessir fjórir vinir hjálpuðu mér að nálgast Jesú aftur alveg eins og vinir þessa manns í Biblíusögunni hjálpaðu honum að nálgast Jesú. 

Keltneskir kristnir í fornöldum leituðu að einhverjum sem gæti verið þeim „aram chara“ eða „salarvinur.“  Þessi manneskja var yfirleitt ekki vígður prestur, heldur einhver sem maður treysti til að játa syndir sínar fyrir. Þessi aðili var þeim svo mikilvægur að írskir kristnir bjuggu til orðatilækið: „Einhver án sálarvinar er eins og líkami án höfuðs.“[iii] Ég veit ekki hvar ég yrði staddur í lífinu í dag hefði ég ekki haft slíka sálarvina til að hjálpa mér að ganga veg Jesú Krists.  

Á síðustu árin hefur komið í ljós að kristnir leiðtogar eru oft að fást við einmannaleika og hafa tilhneigingu til að einangrast. Við verðum að vinna gegn slíku með því að hittast, bera saman bækur, uppörva hvert annað og biðja saman. Kristur ætlaðist aldrei af okkur að við fylgjum honum ein. Eins og máltækið segir: „Viltu fara hratt? Þá ferðu einn. En ef þú vilt fara langt þarftu á félögum að halda.“ Jesús kallar okkur til langtíma hlýðnis í sömu áttina. Við þurfum hvert á öðru að halda á þessari ferð. Við verðum að opna okkur og gefa systkinum okkar fær að okkur.

Lokaorð:  Kæru vinir í Kristi, mig langar að ljúka þessari ræðu fyrst með boð.  Mig langar að bjóða okkur að endur-ímynda kirkjuna á Íslandi.  Ef kirkjan er lifandi vera vegna nærveru Jesú, ef Jesús ætlist til þess að við yrðum hreyfing fólks sem gerir aðra að lærisveinum, hvernig sjáum við okkur eftir 10 ár? 

En gerum það aðeins persónulegra, því að allt snýst það um hvernig við svörum spurninguna: “Hver er Jesús fyrir mig?” Hvernig lærisveinn er ég? Er ég þess konar lærisveinn sem aðrir vilja herma eftir? Hvað þarf ég að gera til þess að andlega lífið mitt verði ósvikið?

Aðalhlutverk kirkjunnar er að gera fólk að lærisveinum, samkvæmt Jesú. Ef svo er, þá má spyrja: Hvernig erum við að mæla árangurinn okkar í kirkjustarfinu? Ég vil hvetja okkur til að endur-hugsa hvaða mælikvarða við erum að nota. T.d. erum við að mæla árangur út frá því hvort fleiri séu að fylgja Jesú Kristi í ár heldur en var í fyrra? Eða hvort fólkið okkar sé að verða betri fylgjendur Jésu?

Svo vil ég hvetja okkur til að hugsa ferskt og þora að gera nýjar tilraunir í ljósi þess að kirkjan er lifandi vera og lærisveinasamfélag.  Hér á meðal okkar er einhver sem er að prófa að stofnsetja nýjan söfnuð sem byggist á litlum hópum, annar sem er að messa eftir líkamsræktartíma í World Class.  Svo má nefna Kolaportsmessuna. Guð gefi að við þorum að prófa nýtt til að vitna um Krist og gera fólk að lærisveinum.

Hér í dag, stöndum við saman á tíma mótunar.  Hvað vill Guð leiða í ljós úr þessum tíma á komandi dögum?  Amen.[i]Sjá David Benner, The Gift of Being Yourself, (Downers Grove, IL, USA: InterVarsity Press, 2004), 2. kafli.  

[ii]Mike Breen & Steve Cockram,  Building a Discipling Culture:  How to Release a Missional Movement by Discipling People like Jesus Did,  (Pawleys Island, SC:  Mike Breen, 2011), 11-12.

[iii]Thomas Cahill, How the Irish Saved Civilization:  The Untold Story of Ireland’s Heroic Role from the Fall of Rome to the Rise of Medieval Europe (New York:  Doubleday, 1995), 177,