Hvernig sjáum við kirkjuna eftir 10 ár?

W. Gregory Aikins on July 31, 2017

Erindi fyrir Samfélags- og hugflæðifund um framtíð kristni á Íslandi (8.2.2017) Kæru systkin í Kristi, Ég kem til ykkar í dag sem vinur.  Vinur ykkar, Íslandsvinur og vinur Jesú Krists.  Við fjölskyldan fluttumst til landsins árið 1985. Í meira en þrjátíu ár höfum við búið meðal ykkar sem gestir, alið upp börnin okkar, tekið þátt í efnahag ykkar og starfað meðal ykkar. Við lærðum að elska Ísland og íslensku þjóðina. Ég stend með ykkur í dag líka sem samstarfsmaður í Guðsríki. Starfsbróðir sem langar að sjá Ísland „mettast af þekkingu á dýrð Drottins eins og vatnið fyllir höfin“ eins og...

Read the full post

Spurning nr. 7: Kristsfólk

Greg Aikins on February 19, 2016

Spurning nr. 7:  “Kristsfólk“ „Þú ert svo lík mömmu þinni.“  „Ég sá bara strax að þið væruð bræður.“  Stundum er auðvelt að sjá að fólk er náskylt.  Það sést t.d. á svip manneskjunnar eða hvernig hún talar eða hvernig hún notar handahreyfingar til að tjá sig.  En hvernig er hægt að bera kennsl á Jesú Kristi í manni?  Eina leiðin er þegar verk og orð okkar eru Kristi samkvæm, og heilagur andi staðfestir það í hjarta áhorfanda.  Ég gleymi því aldrei þegar vinur minn, eldri prestur og kristniboði, kraup niður og þvoði fæturna á lítilli konu í Albaníu á meðan...

Read the full post

Spurning nr. 6 - Hlýðni; Question # 6 - Obedience

Greg Aikins on November 5, 2015

Spurningin nr. 6:  Hlýðni             En hví kallið þið mig „herra, herra“ en gjörið ekki það sem ég segi.  Ég skal sýna ykkur, hverjum sá er líkur, sem kemur til mín, heyrir orð mín og breytir eftir þeim.  Hann er líkur manni, er byggði hús, gróf djúpt fyrir og grundvallaði það á bjargi.  Nú kom flóð og flaumurinn skall á því húsi, en fékk hvergi hrært það, vegna þess að það var vel byggt. Hinn, er heyrir og gjörir ekki, er líkur manni, sem byggði hús á jörðinni án undirstöðu.  Flaumurinn skall á því, og það hús féll þegar, og...

Read the full post

Pílagrímaspurning nr. 5 / Pilgrim fellowship question # 5

Greg Aikins on October 6, 2015

Spurningin nr. 5:  Hreinsun             Ég var næstum farinn út úr dyrunum þegar Betsy spurði mig: „Greg, hvað er þetta á jakkanum þínum?“ Ég leit niður og sá að það var sag framan á mér. Ég hafði verið að bera efnivið úr garðinum daginn áður og gleymt að hreinsa jakkann.  Ég sá það ekki fyrr en konan mín bendi á það. Náttúrulega sótti ég bursta og lagaði mig til áður en ég fór að heiman.             Jesús talaði um hreinsun nóttina sem hann var svikinn eftir að hann hafði þvegið fæturnar á lærisveinunum. Hann sagði: „Sá sem laugast hefur þarf...

Read the full post

Spurning nr 4 - Hlustun / Question # 4 - Listening

Greg Aikins on September 29, 2015

Spurningin nr. 4:  Hlustun             Þegar ég var strákur bjuggum við systkini til eigin síma með því að setja streng á milli tveggja dósa. Það varð að toga vel þannig að bandið strekktist og þá gat annar okkar talað í aðra dósina á meðan hinn hélt sína dós við eyrað og hlustaði. Það var alltaf spennandi þegar maður gat heyrt skýrt í hinum sem talaði. En dósatækið okkar virkaði aðeins þegar togað var í nógu stíft og maður lagði sig við hlustun.             Fjórða spurningin sem við notum í fundartímum okkar er „Hvað heyrðir þú í Guðs orði í vikunni? ...

Read the full post

Show all posts…