Hvernig sjáum við kirkjuna eftir 10 ár?

W. Gregory Aikins on July 31, 2017

Erindi fyrir Samfélags- og hugflæðifund um framtíð kristni á Íslandi (8.2.2017) Kæru systkin í Kristi, Ég kem til ykkar í dag sem vinur.  Vinur ykkar, Íslandsvinur og vinur Jesú Krists.  Við fjölskyldan fluttumst til landsins árið 1985. Í meira en þrjátíu ár höfum við búið meðal ykkar sem gestir, alið upp börnin okkar, tekið þátt í efnahag ykkar og starfað meðal ykkar. Við lærðum að elska Ísland og íslensku þjóðina. Ég stend með ykkur í dag líka sem samstarfsmaður í Guðsríki. Starfsbróðir sem langar að sjá Ísland „mettast af þekkingu á dýrð Drottins eins og vatnið fyllir höfin“ eins og...

Read the full post

Spurning nr. 7: Kristsfólk

Greg Aikins on February 19, 2016

Spurning nr. 7:  “Kristsfólk“ „Þú ert svo lík mömmu þinni.“  „Ég sá bara strax að þið væruð bræður.“  Stundum er auðvelt að sjá að fólk er náskylt.  Það sést t.d. á svip manneskjunnar eða hvernig hún talar eða hvernig hún notar handahreyfingar til að tjá sig.  En hvernig er hægt að bera kennsl á Jesú Kristi í manni?  Eina leiðin er þegar verk og orð okkar eru Kristi samkvæm, og heilagur andi staðfestir það í hjarta áhorfanda.  Ég gleymi því aldrei þegar vinur minn, eldri prestur og kristniboði, kraup niður og þvoði fæturna á lítilli konu í Albaníu á meðan...

Read the full post

Spurning nr. 6 - Hlýðni; Question # 6 - Obedience

Greg Aikins on November 5, 2015

Spurningin nr. 6:  Hlýðni             En hví kallið þið mig „herra, herra“ en gjörið ekki það sem ég segi.  Ég skal sýna ykkur, hverjum sá er líkur, sem kemur til mín, heyrir orð mín og breytir eftir þeim.  Hann er líkur manni, er byggði hús, gróf djúpt fyrir og grundvallaði það á bjargi.  Nú kom flóð og flaumurinn skall á því húsi, en fékk hvergi hrært það, vegna þess að það var vel byggt. Hinn, er heyrir og gjörir ekki, er líkur manni, sem byggði hús á jörðinni án undirstöðu.  Flaumurinn skall á því, og það hús féll þegar, og...

Read the full post

Pílagrímaspurning nr. 5 / Pilgrim fellowship question # 5

Greg Aikins on October 6, 2015

Spurningin nr. 5:  Hreinsun             Ég var næstum farinn út úr dyrunum þegar Betsy spurði mig: „Greg, hvað er þetta á jakkanum þínum?“ Ég leit niður og sá að það var sag framan á mér. Ég hafði verið að bera efnivið úr garðinum daginn áður og gleymt að hreinsa jakkann.  Ég sá það ekki fyrr en konan mín bendi á það. Náttúrulega sótti ég bursta og lagaði mig til áður en ég fór að heiman.             Jesús talaði um hreinsun nóttina sem hann var svikinn eftir að hann hafði þvegið fæturnar á lærisveinunum. Hann sagði: „Sá sem laugast hefur þarf...

Read the full post

Spurning nr 4 - Hlustun / Question # 4 - Listening

Greg Aikins on September 29, 2015

Spurningin nr. 4:  Hlustun             Þegar ég var strákur bjuggum við systkini til eigin síma með því að setja streng á milli tveggja dósa. Það varð að toga vel þannig að bandið strekktist og þá gat annar okkar talað í aðra dósina á meðan hinn hélt sína dós við eyrað og hlustaði. Það var alltaf spennandi þegar maður gat heyrt skýrt í hinum sem talaði. En dósatækið okkar virkaði aðeins þegar togað var í nógu stíft og maður lagði sig við hlustun.             Fjórða spurningin sem við notum í fundartímum okkar er „Hvað heyrðir þú í Guðs orði í vikunni? ...

Read the full post

Spurning nr. 3 / Question # 3

Greg Aikins on July 17, 2015

Spurningin #3:  Áttaviti             „Heyrðu Greg, viltu ekki fara með mér í smá ,bushwhacking’ ævintýri?” spurði Ken.  „Bushwhacking?” hugsaði ég og byrjaði strax að ímynda mér landkönnuður að hakka sér leið í gegnum frumskog með machete-hníf.  En það sem Ken vildi gera var að ryðja braut í gegnum skoginn til að komast að fossi nokkrum kílómetrum frá sumarhúsinu sínu.  Við Ken lögðum af stað með ekkert nema áttavita og bleikt endurskínsband.  Ken notaði áttavitann til að senda mig í rétta áttina og þegar hann sagði mér að stoppa batt ég endurskínsband við tré.  Hann gakk síðan til mín, tók sér...

Read the full post

Spurning nr. 2 / Question # 2

Greg Aikins on June 11, 2015

Spurningin #2:  Hvíld á góðum grunni Mér finnst alltaf jafn yndislegt að syngja „Drottinn er minn hirðir” með laginu hennar Margrétar Scheving okkar.  Textinn er auðvitað tekinn úr tuttugasta og þriðja sálm Davíðs sem er sennilega hinn mest þekkti sálmur í Biblíunni.  Og þegar ég syng: „Á grænum grundum lætur hann mig hvílast” hugsa ég stundum um hvernig ég lá í grasinu sem drengur, horfði til himins og fylgdist með skýjunum.  Grasið var þægilegt og ilmurinn af því yndislegt. Á þessum tíma var ég áhyggjulaus og öruggur.  Mér leið vel og fannst ég vera partur af dásamlegum alheimi þar sem...

Read the full post

Pílagrímaspurning nr. 1, Question #1 for pilgrims

W. Gregory Aikins on March 30, 2015

Spurningin #1: Lífsmerki fyrir pílagríma             Spurningarnar sjö sem við notum í félagsvinnu Pílagrímafélagsins eru tæki sem við notum til sjálfsrannsóknar. Þær fá okkur til að staldra við og hugsa um heilsufar okkar sem fylgjendur Krists. Að spyrja þessarar spurningar er eins og að mæla andleg lífsmerki okkar.  Við erum að spyrja sjálf okkur: „Er allt í lagi með mig?”              Fyrsta spurningin í hópvinnu okkar er:  „Hvernig hefur þú fundið Krist að verki í þínu lífi síðustu daga?”  Þessi spurning er mikilvæg vegna þess að Kristur að verki í mínu lífi er merki þess...

Read the full post

Through the mist

Greg Aikins on April 23, 2013

  Through the mist               For the last year or so I’ve had the privilege of having an office that overlooks beautiful lake Ellidavatn and furnishes me a vista that stretches beyond to the beautiful Bláfjöll (Blue Mountains).  Today, as I write, the scene is cloaked in rain and mist so the mountains can’t be distinguished.  As much as my eyes might strain to see the majestic mountains beyond they are hidden behind the opaque grey that is over the water.             Often it appears as though my life is “socked in” by the weather, much like an airport...

Read the full post

Where the tectonic plates meet

Greg Aikins on January 3, 2013

  We were on our way to the reception after the burial ceremony where we said “goodbye” to one of the founders of the little church that we’ve been helping. “Death is a strange thing,” remarked Betsy.  And I readily agreed - death IS a strange thing.  One moment you are with the person, the next you are separated.  You hear them breathe and then they breathe no more.  Then begins the longing that comes from missing the person.  Our newspaper prints eulogy articles where you read people expressing it.  One family member writes about the touch of the departed...

Read the full post

Að trúa eða að fylgja?

W. Gregory Aikins on September 14, 2012

  Niðurstaða skoðunarkönnunar um fækkun trúaðra hér á landi (Trúuðum fækkar mjög milli ára, Morgunblaðið, 13. ágúst, 2012) vakti athygli mina.  Samkvæmt henni hefur „þeim sem segjast vera trúaðir hér á landi … fækkað um 17 prósentustig” milli áranna 2005 og 2012. Hvað hefur valdið því? Er ástæðan sú að fólk sem hefur misst allt sitt í kreppunni hefur yfirgefið trúna á Guð?  Eða er það vegna þeirra ýmsu neykslismála sem hafa átt sér stað innan íslensku þjóðkirkjunnar og annarra trúflokka?  Eða er svarið annað? Ég tel að þessi niðurstaða sé áskorun.  Mig grunar, annars vegar, að hin raunverulega ástæða...

Read the full post

Hver mun leiða okkur úr leiðtogakreppunni?

Greg Aikins on August 19, 2012

Mörg okkar hafa það á tilfinningunni að við búum við nokkurs konar forystukreppu í nútímanum. Síðustu kosningar hér á Íslandi sem og alþingiskosningarnar sem eru framundan vekja ýmsar spurningar, m.a. „Hvar eru þeir leiðtogar sem eru traustsins verðir?” Frá mínum bæjardyrum séð, hvert sem við lítum – í viðskiptum, stjórnmálum og kirkjumálum, er mikil þörf fyrir trausta leiðtoga og góða stjórnendur. En við verðum að viðurkenna á sama tíma að leiðtogahlutverkið er krefjandi. Þeim sem hefur tekist að klifra upp metorðastigann, finna gjarnan fyrir því að hlutverk þeirra sem valdhafar hafi oft á tíðum neikvæð áhrif á líf þeirra. Í...

Read the full post

Post-Christendom and its implications for the church (English version)

Greg Aikins on July 25, 2012

The purpose of this paper is to attempt to briefly describe what Christendom is, identify some features of the current post-Christendom situation in which we find ourselves and encourage dialogue and discussion around some proposed responses.  My desire as an outside observer who has lived in Iceland for over 15 years is to engage with my brothers and sisters in meeting this challenge.  I continue to believe that the hope of the world is in the Gospel of our Lord Jesus Christ lived out in the lives of Christ’s people the church. What is Christendom? When we speak of Christendom...

Read the full post

Hvaða gjöf gefur maður þeim sem nú þegar eiga allt?

Greg Aikins on July 6, 2012

           Þessi spurning var stundum notuð í auglýsingum þegar ég var barn.  Ég held að það hafi verið fyrirtæki sem var að auglýsa Rolex úr eða demantshálsfesti.  Vel-efnuðu fallegu einstaklingarnir á skjánum voru bersýnilega hamingjusamir yfir að hafa fengið vörur framleiddar sérstaklega handa þeim sem áttu nú þegar allt.  Ég sit í kaffihúsi í Smáralind og velt þessari spurningu fyrir mér í víðari samhengi.  Flest fólk sem ég sé er vel klætt.  Fólk sem er að versla, sem og ég sjálfur, virðist hafa nóg nú þegar miðað við fólk í öðrum heimsálfum. Rétt áður en ég...

Read the full post

Silfur og gull á ég ekki

Greg Aikins on June 16, 2012

Við höfum öll verið að fylgjast með fréttunum um „áhrif skerðingar sóknargjalda" á starfsemi kirknanna hér á landi.  Pétur Pétursson, professor, greindi frá því í viðtali við Morgunblaðið sem birtist 7 maí s.l. að niðurskurð sé „að bitna á því almenna safnaðarstarfi" og telur „að bregðast verði við þessu með forgangsröðun og að efla sjálfboðaliðastarf."  En það sem stakk mig svolitið var hvernig væntanlega ástandinu var lýst ef ekkert yrði gert til að leiðrétta stöðina.  Greinin fyllyrti: „Þá eru meginstoðir kirkjustarfsins fallnar og kirkjan lömuð..." Við kristnir verðum að spyrja „Er þetta satt?"  Erum við svo háð sóknargjöldum sem fólk...

Read the full post

Missional Church in post-Christendom Iceland (English version)

Greg Aikins on January 9, 2012

Missional Church? I must confess both as a pastor and missionary, as well as a Christian that I often feel as though I´m in a certain love-hate relationship with the church. On the one hand I grew up in the embrace of a local church where I was loved and where I saw around me ordinary people who were trying to follow Jesus Christ.  The pastors who served the little Baptist church where I belonged were all men of integrity whom I looked up to. The church leaders whom I knew as a child, teenager, student and young pastor were,...

Read the full post

Kirkjan á sendiför í ljósi póst-kristindómsins

Greg Aikins on January 9, 2012

Inngangur Með þessari ritgerð leitast ég við að skilgreina kristindóminn, varpa ljósi á nokkur einkenni póst-kristindómsins, aðstæður sem við búum við í dag og skapa umræður sem leitt geta til viðbragða. Ég er Bandaríkjamaður en hef samt búið á Íslandi í rúm 15 ár. Ef til vill er sýn mín sem utanaðkomandi aðila ólík þeirra sýn sem Íslendingar hafa, oft er talað um að glöggt sé gests augað. En ég hef þá hugsjón að geta í samfylkingu með trúarsystkinum mínum mætt þeirri áskorun sem við stöndum nú frammi fyrir. Ég trúi því að vonarglæta heimsins búi í fagnaðarboðskapnum sem er...

Read the full post

Kirkjan á sendiför Guðs

Greg Aikins on November 13, 2011

 Kirkjan á sendiför Guðs? Ég verð að viðurkenna sem kristinn, prestur og kristniboði að mér finnst ég vera oft í einhverskonar elsku-haturs sambandi við kirkjuna.              Ég ólst sjálfur upp við kirkjustarf þar sem fólki var umhugað um mig, í kringum mig var eðlilegt fólk sem var svo sannarlega að reyna að fylgja Jesú Kristi.  Pastorar sem þjónuðu í litlu baptista kirkjunni sem ég var meðlímur í voru allir sómamenn sem ég leit upp til.  Kirkjuleiðtogar sem ég þekkti sem barn, unglingar, námsmaður og ungur prestur voru mér til fyrirmyndar.  Söngvar sem við sungum og kennslan sem við fengum var...

Read the full post